Fullkominn morgunverður fyrir upptekið fólk

Fyrir þá sem hafa ekki tíma til þess að borða …
Fyrir þá sem hafa ekki tíma til þess að borða morgunmat á morgnanna þá er gott ráð að búa til morgunmatinn kvöldið áður. Ljósmynd/AFP

Margir kannast við það að hafa ekki tíma til þess að fá sér morgunmat áður en þeir fara í vinnuna, en þá er tilvalið að búa til morgunverðinn kvöldið áður.

Á vefsíðu Mind Body Green má finna dásamlega uppskrift af hafragraut með tvisti, sem hentugt er að búa til kvöldið áður.

Fullkominn morgunmatur fyrir einn.

1 krukka með loki

¼ bolli haframjöl

¼ léttmjólk

¼ bolli hrein grísk jógúrt

½ matskeið kanill

1 teskeið vanilla extract

¼ bolli niðurskornir ávextir (til dæmis væri hægt að nota banana, og eða jarðarber)

Aðferð:

Settu öll hráefnin í ílát og blandaðu saman. Settu lok á ílátið og láttu standa í ískáp yfir nótt. Notaðu svo skeið til þess að hræra í grautnum um morguninn og njóttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert