Dillkartöflur

Kartöflur og kryddjurtir eru fínasta samsetning og þessar dillkartöflur eru tilvalið meðlæti með bæði kjöti og fiski. Þær eru til að mynda hreinasta afbragð með grillaðri bleikju eða laxi.

Flysjið kartöflur og skerið i teninga. Hitið vatn upp að suðu í potti og saltið. Sjóðið teningana í 3-4 mínútur. Hellið vatninu frá og leyfið kartöfluteningunum að þorna aðeins.

Hitið olíu og smjör saman á pönnu. Steikið teningana þar til að þeir byrja að fá á sig góðan lit. Blandið fínt söxuðu dilli saman við. Saltið og piprið.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert