Æðisleg laugardagsbaka

Girnileg baka með sætum kartöflum.
Girnileg baka með sætum kartöflum. Ljósmynd/Alberteldar

Matarbloggarinn Albert í Eldhúsinu er með tiltölulega auðvelda uppskrift af böku með sætum kartöflum sem er tilvalin með sunnudagskaffinu í sumar. 

Ágætt er að útbúa bökudeigið deginum áður og geyma í ísskáp, reyndar geymist það í nokkra daga. Bökur eins og þessa þarf ekki að bera fram beint úr ofninum, hún er jafngóð, ef ekki betri borin fram við stofuhita.

Botn:

  • 3 dl (heil)hveiti
  • 1 dl möndlumjöl
  • 1 dl möluð hörfræ
  • 1/3 tsk kanill
  • 1/2 tsk salt
  • 1 dl olía
  • 1/2 – 1 dl vatn

Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman með höndunum. Látið bíða á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:

  • 300 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í sneiðar
  • 300 g gulrætur skornar í  sneiðar
  • 1 laukur skorinn í þunnar sneiðar
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 100 g fetaostur
  • 3 egg
  • 2 1/2 dl grísk jógúrt
  • 1 tsk Dijon sinnep
  • 1 tsk timían
  • salt og pipar
  • steinselja

Setjið kartöflur, gulrætur, lauk, hvítlauk og fetaost í skál. Blandið saman í annarri skál eggjum, jógúrt, sinnepi, timíani, salti og pipar. Hellið blöndunni yfir grænmetið og blandið saman. Þjappið deiginu í botninn og upp með hliðunum á kringlóttu bökuformi. Hellið „soppunni“ yfir bökudeigið og bakið við 170° í um 40 mín.  Stráið ferskri steinselju yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert