Kúbverskar samlokur

Kúbversku samlokurnar tilbúnar.
Kúbversku samlokurnar tilbúnar. Ljósmynd/Nanna Rögnvalds

Matarbloggarinn Nanna Rögnvalds hefur skrifað fjöldann allan af matreiðslubókum, þar á meðal bækurnar Maturinn hennar Nönnu og Jólamatur Nönnu, en hún heldur úti matarbloggi þar sem hún prófar nýjar uppskriftir.

Nýjasta uppskrift á blogginu hennar er kúbverskar samlokur, en í þeim er svínasteik, skinka, ostur, sinnep, majónes og hægt að hafa súrsaðar gúrkur ef fólk vill.

Þetta þarf í samlokurnar:

  • 4 ciabatta-brauð, hamborgarabrauð eða önnur smábrauð
  • 300 g svínasteik
  • 300 g góð skinka
  • 300 g bragðmikill ostur
  • 4 msk. majónes
  • 2 msk. dijon-sinnep
  • 2 msk. bráðið smjör

Á veitinga- og skyndibitastöðum eru samlokurnar ristaðar í samlokugrilli og ef maður á öflugt samlokugrill eða panini-grill er það tilvalið en venjulegt heimilis-samlokugrill dugir ekki til.

Aðferð:

300 g svínasteikarbiti, partískinka og ostur skorin í þunnar sneiðar.  
4 matskeiðum af majónesi og 2 matskeiðum af dijon-sinnepi er blandað saman.
Fjögur stór hamborgarabrauð eru smurð með sinnepsblöndunni, osturinn er settur á brauðin og svo skinkan.
Smyrjið síðan efri brauðhelmingana með sinnepsblöndunni.

Hitið grillpönnuna og setjið 2 matskeiðar í pott á meðan. Penslið botninn á samlokunum með smjörinu og setjið brauðin á grillpönnuna. Penslið efri brauðhelmingana einnig með smjöri.

Pressið samlokurnar vel með þungri járnpönnu og þrýstið vel niður. 

Ristið samlokurnar á meðalhita í 5 til 6 mínútur. Snúið þeim þá við og ristið í 3 til 4 mínútur.

Nanna er með ítarlegri upplýsingar um hvernig skuli gera samlokurnar á matarbloggi sínu.  

Steikið samlokurnar með þunga pönnu ofaná.
Steikið samlokurnar með þunga pönnu ofaná. Ljósmynd/Nanna Rögnvalds
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert