Rabarbara- og jarðarberjasíróp

Hér er skyr og múslí sett ofan á rabarbarahratið.
Hér er skyr og múslí sett ofan á rabarbarahratið. Ljósmynd/Matargleði

Matarbloggararnir á Matargleði sýna okkur gómsæta uppskrift að rabarbara- og jarðarberjasírópi sem hægt er að hafa út á jógúrt eða með ís. Einnig er sírópið gott út í þurrt og kalt freyðivín.

Uppskrift

  • 500 g rabarabari skorinn í 1-2 cm bita
  • 500 g jarðarber
  • 500 g sykur
  • 1/2 l vatn

Allt sett í pott og soðið við vægan hita í u.þ.b. 20 mín.

„Hratið“ er sett í krukku og geymt, þá er hægt að nota það með skyri eða jógúrt. Sniðugt er að setja hratið í botninn á fallegu glasi eða skál og setja ósætt hrært skyr eða gríska jógurt ofan á og loks heimalagað múslí.

Sírópið sjálft er afskaplega gott út í vatn, sódavatn eða freyðivín. Hlutföllin eru einn hluti síróp út í þrjá til fjóra hluta sódavatns/freyðivíns.

Svona síið þið sírópið.
Svona síið þið sírópið. Ljósmynd/Matargleði
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert