Næsti bær við himnaríki

Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að standast.
Þetta er eitthvað sem ekki er hægt að standast. Ljósmynd/Guðrún Veiga

„Endalausar sólarmyndir úr heimahögum mínum fyrir austan eru að buga mig. Nei ég lýg. Ég hef það fínt hérna. Étandi, fitnandi, rignandi niður og deyjandi úr D-vítamínskorti,“ segir Guðrún Veiga í sínum nýjasta pistli. Hún segir að sólarleysið skipti sig þó engu máli. Hún horfi bara á sjónvarpið, baki og hafi það kósí.

„Ég nýt mín mun betur fyrir framan sjónvarpið en í sólbaði. Ég hef til dæmis farið í sund einu sinni á síðustu 13 árum. Einu sinni! Ég nenni ekki sundlaugum þar sem ekki er seldur bjór. Fer bara í sund í útlöndum.“

Í tilefni af rigningunni ákvað Guðrún Veiga að gera tilraun með Oreo-kökur:

Í tilraunina þarf þrennt (magnið fer eftir því hversu mikið þið ætlið að búa til):

Oreo

Reese's Peanut Butter Cups

súkkulaði til þess að hjúpa

Tökum Oreoið í sundur. Við erum bara að fara að nota kremhlutana. Mmmm.

Einn Reeses's-biti settur ofan á.

Ó, augun mín. Mér líður eins og gömlum pervert að horfa á klám.

Bræðum súkkulaði.

Hjúpum dýrðina vandlega.

Inn í ísskáp í drjúga stund. 

Guðrún Veiga segir að það dugi engin orð yfir þennan ofurbakstur. 

„Ég ætla ekki að bera þetta saman við kynlíf með einhverjum eða neins konar sleikingar. Ekki í þetta sinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert