Kornflex-marengs dásemd

Þessi marengs-terta tryllir bragðlaukana.
Þessi marengs-terta tryllir bragðlaukana. Ljósmynd/Dröfn

Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari á

<a href="http://eldhussogur.com/2014/06/30/kornflex-marengsterta-med-karamellukurli/">Eldhússögum</a>

smellti í eina væna marengs-tertu á dögunum sem ég mæli sérstaklega með að þið prófið.

<a href="https://eldhussogur.files.wordpress.com/2014/06/img_6235.jpg"><img alt="IMG_6235" class="aligncenter size-full wp-image-7137" height="389" src="http://eldhussogur.files.wordpress.com/2014/06/img_6235.jpg?w=584&amp;h=389" width="584"/></a> <strong>Marengs:</strong> <ul> <li>220 sykur</li> <li>4 eggjahvítur (stór egg)</li> <li>2.5 bollar Kornflex</li> <li>1 tsk lyftiduft</li> </ul>

<strong>Rjómafylling:</strong>

<ul> <li>5 dl rjómi</li> <li>150 g Nóa karamellukurl (1 poki)</li> <li>250 g fersk jarðaber, skorin í bita</li> <li>1-2 þroskaðir bananar, skornir í bita</li> </ul>

<strong>Karamellukrem:</strong>

<ul> <li>4 eggjarauður</li> <li>4 msk flórsykur</li> <li>100 g Pipp súkkulaði með bananakremi</li> <li>2 msk rjómi eða mjólk</li> </ul>

Ofn hitaður í 120 gráður við blástur Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er kornflex bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann

<br/>

settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.

Rjóminn er þeyttur og Nóa karamellukurlinu ásamt jarðaberjunum og banönunum er bætt út í rjómann. Rjómablandan er svo sett á milli marengsbotnanna.

IMG_6219IMG_6220

Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Pippið er sett í skál ásamt 2 msk af rjóma eða mjólk og brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðu- og flórsykurblöndunni er svo blandað út í súkkulaðið. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. jarðaberjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert