Hjónabandssæla með súkkulaði og kókos

Hjónabandssæla með súkkulaði og kókós.
Hjónabandssæla með súkkulaði og kókós. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Hjónabandssæla hefur lengi verið vinsæl og hér birtum við uppskrift af ómótstæðilegri hjónabandssælu í örlítið breyttri mynd eða með súkkulaði og kókos. Nú er tilvalið að nýta rabarbarauppskeruna og skella í þessa,“ segir Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt. 

IMG_3674

Deigið sett í botninn.

IMG_3676

Rabarbarasulta smurð yfir deigið

IMG_3688

Saxað súkkulaði látið yfir sultuna og svo mulið deig yfir  allt 

Hjónabandssæla með súkkulaði og kókos

180 g haframjöl
180 g kókosmjöl
250 g hveiti, t.d. frá Kornax
150 g sykur
250 g smjör
2 egg
1 tsk.vanilludropar
100 g saxað suðusúkkulaði, t.d. frá Nóa Síríus
rabarbarasulta

  1. Öllum þurrefnum blandað saman í skál og smjörlíkið mulið út í.
  2. Eggjunum hrært saman við, ásamt vanilludropum og hveiti ef deigið verður of blautt.
  3. Hnoðað og skipt í tvennt.
  4. Öðrum helmingnum er þrýst í botn á lausbotna formi (einnig hægt að nota eldfast mót).
  5. Rabarbarasulta er smurð ofan á og súkkulaði sett yfir. Hinn deighelmingurinn er mulinn yfir.
  6. Bakað við 200°c í 20 mín eða þar til skorpan er gyllt á lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert