Fullkomin “græn“ kvöldverðarsamloka

Þessi samloka er tilvalin á kvöldverðaborðið.
Þessi samloka er tilvalin á kvöldverðaborðið. www.tastespotting.com

Hver elskar ekki grillaða samloku með bráðnum osti? Hér kemur einstaklega girnileg uppskrift af „grænni“ samloku sem fær fólk til að fá vatn í munninn.

Á samlokunni, sem er holl og næringarrík, er meðal annars avókadó, spínat og grænt lúxus-pestó en uppskriftin af pestóinu er fyrir neðan. Þessi samloka er tilvalin í kvöldmatinn.

Fullkomin græn kvöldverðarsamloka

  • 2 brauðsneiðar
  • 2-3 matskeiðar grænt pestó
  • 2 mozzarella-ostasneiðar
  • 1 lúka ferskt spínat
  • ¼ avókadó, sneitt
  • 2 matskeiðar brytjaður geitaostur

Aðferð:

Smyrðu pestóinu á brauðið. Leggðu eina ostasneið, avókadó, geitaost og spínat á brauðið og toppaðu með hinni ostasneiðinni. Lokaðu samlokunni. Hitaðu ólívuolíu á pönnu á lágum hita. Steiktu samlokuna á báðum hliðum þar til brauðið er farið að dökkna örlítið.

Grænt lúxus-pestó

  • 1 hvítlauksgeiri
  • 1 ansjósuflak
  • ½ lítill skalottlaukur
  • 1 teskeið sítrónusafi
  • 1 lúka kál, saxað
  • ¼ bolli ólívuolía
  • 1 matskeið graslaukur, saxaður
  • 1 lúka fersk steinselja, söxuð
  • 2-3 matskeiðar ferskt fáfnisgras, saxað
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Blandaðu hvítlauknum, skalottlauknum og ansjósunni í matvinnsluvél. Bættu þá sítrónusafa, steinseljunni, kálinu, graslauknum og fáfnisgrasinu út í. Á meðan matvinnsluvélin blandar hráefninu saman, helltu þá ólívuolíunni varleg saman við. Bættu við ólívuolíu eftir þörfum og saltaðu og pipraðu eftir smekk.

Uppskriftin kemur af heimasíðunni TasteSpotting.

Græna samlokan er einstaklega girnileg!
Græna samlokan er einstaklega girnileg! www.tastespotting.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert