Mettandi tortellini-súpa með spínati

Þessi súpa er bæði hollt og bragðgóð.
Þessi súpa er bæði hollt og bragðgóð. cooking classy

Hérna kemur uppskrift að mettandi og hollri tortellini-súpu sem hentar vel á kvöldverðarborðið á köldu haustkvöldi.

Súpuna tekur um 20 mínútur að elda.

Fersk tortellini-súpa með spínati
Fyrir sex

600 g niðursoðnir tómatar

1½ matskeið ólífuolía

1 laukur, saxaður smátt

6 hvítlauksgeirar, saxaðir

8 bollar kjúklingasoð

2 bollar vatn

1 pakki tortellini

salt og pipar

1 teskeið sykur

200 g ferskt spínat, saxað

3 matskeiðar fersk basilíka, söxuð

½ bolli rifinn parmesanostur

Aðferð

1. Steiktu laukinn upp úr ólívuolíu í potti í nokkrar mínútur. Bættu þá hvítlauknum við og steiktu í um hálfa mínútu. Helltu þá kjúklingasoðinu saman við og bættu tortellini og tómötum út í. Saltaðu og pipraðu eftir smekk. Láttu sjóða í sjö mínútur (eða lengur, eftir því hvað stendur á tortelini-umbúðunum).

2. Að lokum er sykri, spínati og basilíku bætt út í súpuna og hún látin sjóða þar til spínatið er orðið mjúkt. Súpan er þá borin fram heit með rifnum parmesan-osti.

Uppskriftin kemur af Cooking Classy.

Spínat er gott að nota í súpur.
Spínat er gott að nota í súpur. cooking classy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert