Geggjaðar Oreo-hrákökur

Bragðgóðar og hollar!
Bragðgóðar og hollar! Ljósmynd/nourishandinspireme.com/

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rawsome Vegan Baking eftir Emily von Euw. Kökurnar minna á Oreo-kexið vinsæla en þessar smákökur eru mun hollari heldur en klassíska Oreo-kexið.

Hráefni

Kökudeig:

  • ¾ bolli hafrar
  • 1 bolli steinlausar döðlur
  • 2 matskeiðar kakóduft

Vanillufylling:

  • ½ bolli kasjúhnetur
  • 21/2 matskeiðar kókosolía
  • 1 teskeið vanilludropar

Aðferð

  1. Kökur: Settu hafrana í matvinnsluvél þar til út verður gróft „hveiti“. Bættu döðlunum og kakóduftinu út í og blandaðu vel þar til áferðin verður klístruð og blandan minnir á deig. Ef blandan er of þurr, bættu þá döðlum út í. Flettu deigið út á bökunarpappír og notaðu svo smákökuform til að skera út margar litlar hringlaga kökur. Láttu kökurnar standa í nokkrar klukkustunir ef þú villt hafa þær stökkar.

  2. Fylling: Blandaðu öllu hráefninu vel saman í matvinnsluvél. Athugaðu að þú gætir þurft að blanda smá vatni saman við til að mýkja blönduna. Kældu fyllinguna í ísskáp í þrjár klukkustundir og smyrðu henni svo á helminginn af kökunum, settu svo restina af kökunum ofan á fyllnguna. Þá ættir þú að vera komin með Oreo-hrákökur.

Einfalt og fljótlegt!

Þessar hrákökur er einfalt og fljótlegt að gera.
Þessar hrákökur er einfalt og fljótlegt að gera. Ljósmynd/nourishandinspireme.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert