Mjólkurvörur draga úr líkum á offitu

Mjólk er góð!
Mjólk er góð!

Mjólkurvörur eða ekki? Þetta virðist vera algeng spurning hjá þeim sem vilja halda sér í kjörþyngd eða jafnvel missa nokkur kíló, en hvert er rétta svarið?

Að borða mjólkurvörur um tvisvar á dag gæti dregið úr líkum fólks á að verða feitt samkvæmt nýrri könnun sem gerð var við Harvard-, Brown- og Case Western Reserve-háskólana. Greint er frá þessu á heimasíðu WomansHealthMag.

Rannsakendur skoðuðu mataræði 7.173 einstaklinga og komust að því að þeir einstaklingar sem neyta mjólkurvara reglulega eru gjarnan með lægri fituprósentu en þeir sem borða sjaldan eða aldrei mjólkurvörur. Sérstaka athygli vakti að þeir sem borða mjólkurvörur tvisvar á dag eru 37% ólíklegri til að glíma við offituvandamál en þeir sem borða mjólkurvörur einu sinni í mánuði eða sjaldnar.

Kalkið í mjólkurvörum er þá talið valda því að mjólkurvörur hafa grennandi áhrif á fólk. Fólk sem innbyrti að minnsta kosti 214 milligrömm af kalki úr mjólkurvörum á dag var 17% ólíklegra til að vera í yfirþyngd en þeir sem borða ekki kalkríkar mjólkurvörur. Þá eru steinefni kalksins talin ýta undir fitubrennslu líkamans.

Þetta verða að teljast góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga sem elskum gjarnan skyr og ískalda mjólk.

Skyr er ekki bara gott heldur hollt líka.
Skyr er ekki bara gott heldur hollt líka. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert