Gómsæt hveitilaus súkkulaðikaka

Þessi er sko girnileg.
Þessi er sko girnileg. Ljósmynd/www.heathersfrenchpress.com/

Þessi ljúffenga súkkulaðikaka er dökk og djúsí, hún inniheldur ekkert hveiti. Þessi girnilega kaka ætti að henta vel í næsta kaffiboð. Uppskriftin kemur af heimasíðunni HeathersFrenchPress.com.

Hráefni

  • 1 bolli dökkt súkkulaði
  • 1/2 bolli kókosolía
  • 4 egg
  • 1 bolli sykur
  • 1/2 bolli kakóduft
  • 1/2 bolli möndlumjöl
  • 1/2 teskeið salt
  • 2 teskeið vanilludropar

Aðferð

  • Bræddu súkkulaðið og kókosolíuna saman, settu til hliðar
  • Þeyttu saman egg og sykur í stóra skál
  • Bættu brædda súkkulaðinu saman við eggin og sykurinn hægt og rólega
  • Hrærðu þá möndlumjöli, kakódufti, salti og vanillu saman við
  • Helltu deiginu í smurt ferkantað form
  • Bakaðu á 180° í 20-25 mínútur
  • Láttu kökuna kólna í gegn áður en þú skerð hana niður
Möndlumjöl hentar vel í baksturinn.
Möndlumjöl hentar vel í baksturinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert