Pasta með beikoni, vínberjum og döðlum

Past með vínberjum, döðlum og beikoni.
Past með vínberjum, döðlum og beikoni. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt útbjó girnilegan pastarétt með döðlum og vínberjum og svo kemur beikon einnig við sögu.


Uppskrift fyrir 4
Eldunartími 20 mínútur

400 g spagettí
1 ½ kjúklingateningur
2 dl vatn
100 g rjómaostur
2 dl matreiðslurjómi
pipar
2 msk. steinselja, þurrkuð
2 tsk. oreganó, þurrkað
150 g beikon, smátt skorið
120 g sveppir, saxaðir
4 hvítlauksrif, söxuð
100 g valhnetur, skornar í tvennt
300 g rauð vínber, skorin í tvennt
180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Hitið vatnið í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við og hitið að suðu. Kryddið með pipar, steinselju og oregano. Takið til hliðar.
  3. Steikið beikonið á þurri pönnu. Bætið því næst við smáolíu og látið sveppi og hvítlauk saman við.
  4. Hellið rjómaostasósunni út á pönnuna ásamt valhnetunum og látið malla í um 5 mínútur.
  5. Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna og  sósunni síðan saman við pastað.
    Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert