Gómsæt súkkulaði-stykki frá Ásdísi grasalækni

Þetta sælgæti er virkilega girnilegt.
Þetta sælgæti er virkilega girnilegt. Ljósmynd/ Ásdís Grasalæknir

Grasa­lækn­ir­inn Ásdís Ragna Ein­ars­dótt­ir er snillingur í eldhúsinu og kann sko að reiða fram gómsæta rétti. Hérna kemur uppskrift frá Ásdísi af „Bounty-stykkjum“ sem eru í hollari kantinum, þetta sælgæti er auðvelt að útbúa og inniheldur aðeins fjögur hráefni.

Hráefni:

2 bollar kókosmjöl
1 bolli fljótandi kókosolía
1-2 matskeiðar lífrænt agavesíróp eða hunang
150 grömm dökkt lífrænt súkkulaði

Aðferð:

  1. Öllu hráefninu, nema súkkulaðinu, er hrært saman í stóra skál. Blöndunni er svo þjappað í form ofan á bökunarpappír. Þetta er haft í frysti í u.þ.b. 30 mínútur.
  2. Þá er „kakan“ tekin út úr frysti og skorin niður í hæfilega stóra bita. Súkkulaðið er svo brætt yfir vatnsbaði og bitunum velt upp úr súkkulaðinu.
  3. Bounty-bitunum er þá raðað á bökunarpappír og hafðir aftur inni í frysti í nokkrar mínútur þar til súkkulaðið er storknað.

Áhugasamir geta fylgst með Ásdísi á facebook-síðu hennar.

Þetta gómsæta sælgæti tekur örfáar mínútur að undirbúa.
Þetta gómsæta sælgæti tekur örfáar mínútur að undirbúa. Ljósmynd/ Ásdís Grasalæknir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert