Franskur kjúklingapottréttur “að hætti ömmu”

Frakkar elda gjarnan pottrétti og það eru til margar útgáfur af kjúklingapottréttum “að hætti ömmu” eða Poulet en Cocotte “grand-mére”. Hér er ein klassísk útgáfa með hrísgrjónum.

  • 1 kjúklingur, bútaður niður í bita
  • 50 g beikon eða pancetta, skorið í bita
  • 1 laukur, saxaður
  • 3-4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • ferskar kryddjurtir, t.d. rósmarín og estragon (það er líka hægt að nota þurrkað krydd)
  • 200 g sveppir, t.d. kastaníusveppir, niðursneittir
  • 3 dl þurrt hvítvín
  • 1 tsk kjúklingakraftur
  • 1 lárviðarlauf
  • 3 dl hrísgrjón
  • olía
  • salt og pipar

Byrjið á því að hita olíu í þykkum potti, helst góðum pottjárnspotti.  Mýkið beikon, bætið við lauk og mýkið. Setjið kjúklingabitana út í og brúnið. Bætið við sveppunum, kryddjurtum og hvítlauknum og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hellið hvítvíni út í og leyfið suðu að koma upp. Bætið lárviðarlaufi og kjúklingakrafti út í.

Setjið í ofn og  eldið við 200 gráður undir loki í um 30 mínútur. Bætið hrísgrjónunum út í og vökva ef þarf og eldið áfram án loks þar til að grjónin eru fullsoðin. Takið lárviðarlaufið úr. Látið standa í nokkrar mínútur og berið fram.

Með þessu gott suðurfranskt rauðvín, t.d. Cotes-du-Rhone.

 Fleiri klassíska franska rétti finnið þið með því að smella hér. 

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert