Ávanabaindandi hnetusmjörs konfekt

Gerist ekki mikið girnilegra.
Gerist ekki mikið girnilegra. http://momfabulous.com/

Elskar þú súkkulaði og hnetusmjör? Þá er þetta góðgæti eitthvað fyrir þig. Þessi einfalda uppskrift kemur af heimasíðunni  MomFabulous. en á henni er varað við að þetta gómsæta konfekt getur verið ávandabindandi.

Hráefni:

2 bollar mjúkt hnetusmjör

¾ bollar mjúkt smjör

½ teskeið vanilludropar

3 ¾ bolli flórsykur

u.þ.b. 400 grömm súkkulaði

Aðferð:

  1. Blandaðu hnetusmjörinu, smjörinu og vanillunni saman í stóra skál og hrærðu vel. Bættu þá flórsykrinum út í, smátt og smátt. Bættu við flórsykri eftir þörfum þar til áferiðn er orðin tiltölulega þétt. Settu þessa blöndu inn í ísskáp í 15-25 mínútur eða þar til hún er orðin þétt og stíf.
  2. Nú getur þú byrjað að móta litlar kúlur úr deiginu. Láttu þær í svo inn í kæli í um 15 mínútur.
  3. Bræddu súkkulaðið. Dýfðu svo kúlunum í bráðið súkkulaðið, einni í einu. Settu súkkulaðihjúpaðar kúlurnar á bökunarpappír og láttu súkkulaðið harðna. Geymdu kúlurnar svo í kæli þar til þær eru bornar fram.  
Þetta konfekt er einfalt að útbúa.
Þetta konfekt er einfalt að útbúa. http://momfabulous.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert