Tvö egg á dag samkvæmt læknisráði

Læknirinn í eldhúsinu mælir með því að fólk borði egg.
Læknirinn í eldhúsinu mælir með því að fólk borði egg. Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, segir að það sé ekki of mikið að borða tvö egg á dag.

„Egg borða ég næstum því á hverjum morgni, tvö til þrjú egg eftir stærð. Og það er í góðu lagi, það er ekkert óhollt. Þvert á móti eru egg holl, þrungin af vítamínum og halda manni mettum og glöðum langt fram eftir degi.  Og sumir vísindamenn segja meira að segja að það geti stuðlað að þyngdartapi!

Hér eru sem sagt þrjár leiðir til þess að gera bæði einfaldra franska ommilettu og svo tvær leiðir að hrærðum eggjum,“ segir Ragnar Freyr í sinni nýjustu bloggfærslu.

Byrjið á því að brjóta þrjú egg í skál, saltið og piprið.

Bætið teskeið af vatni saman við og hrærið saman með gaffli. 

Bræðið klípu að smjöri á pönnu.

Þegar verið er að gera franska ommilettu þarf að hafa pönnuna á hreyfingu. Og á meðan eggin er ennþá blaut þá ýtir maður eggjunum inn að miðju og lætur svo eggin renna til að fylla pönnuna. Þetta gefur ommilettunni fyllingu.

Þegar eggin eru að taka sig þá er brotið upp á ommilettuna og hún sett á disk. Skv. reglum franska eldhúsins eiga eggin ekki að taka lit, en mér finnst það betra.

Ameríska leiðin að hrærðum eggjum er fólgin í því að reglulega hreyfa eggin á pönnunni þannig að þau eldist í þunnu lagi - svona eins og þunnum borðum.

Þessi aðferð gefur einstaklega safarík egg!

Svo þarf bara að gæða sér á eggjunum!

Þriðja leiðin er ensk og er gerð í potti.

Með ensku aðferðinni er eggjunum haldið stöðugt á hreyfingu þannig að þau hlaupa í lilta kekki.

Áferðin verður allt önnur - en engu að síður mjög ljúffeng!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert