Taílenskur „styr fry“ basilkjúklingur

Kjúklingur og hrísgrjón að hætti Berglindar Guðmundsdóttur.
Kjúklingur og hrísgrjón að hætti Berglindar Guðmundsdóttur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt fór til Taílands fyrir rúmu ári síðan og dvaldi þar yfir jólin. Hún fékk æði fyrir taílenskum mat á þessu ferðalagi og hefur síðan þá eldað mikið af réttum í taílenskum anda.

4 msk steikingarolía
6 hvítlauksrif, pressuð
2-4 tsk chilímauk
500 g kjúklingalæri skorin í munnbita
2 bollar elduð hrísgrjón
2 msk sykur (má nota pálmasykur)
2 msk fiskisósa (fish sauce)
2 msk soyasósa
4 msk skarlottulaukur, saxaður
½ búnt basilíka, fersk (eða thai basil)

Þetta er frábær réttur til að nýta það sem til er í ísskápnum eins og t.d. kjúklinga- og/eða hrisgrjónaafganga, gulrætur, brokkólí ofl. Verið óhrædd að prufa ykkur áfram.

  1. Steikið hvítlaukinn upp úr olíu þar til hann er orðinn gylltur, bætið þá chilímauki og kjúklingi saman við og steikið þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
  2. Bætið hrísgrjónum, sykri, fiskisósu og soyasósu saman við og hrærið varlega. Þegar þetta hefur blandast vel saman bætið þá skarlottulauknum og basilíku. Hitið í um eina mínútu og berið fram fram límónusneiðum.
Girnilegt, einfalt og fljótlegt.
Girnilegt, einfalt og fljótlegt. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert