Andarbringur með hunangsgljáa

Andarbringur eru alltaf vinsælar og hér berum við þær fram með  ótrúlega fljótlegum hunangs- og balsamikgljáa. Það er hægt að fá frosnar franskar andarbringur í flestum stórmörkuðum og það er miklu minna mál að elda þær en margir halda.

Leiðbeiningar um hvernig maður eldar andarbringur finnið þið með því að smella hér.

Ef það er mikil fita sem hefur runnið úr bringunum hellið þið henni frá. Ekki henda henni! Andarfitan er einstök og það er tilvalið að nota hana til að steikja t.d. kartöflur upp úr.

Setjið næst 4 vænar matskeiðar af hunangi út á heita pönnuna og um 3 matskeiðar af balsamikediki. Hunangið byrjar að bráðna um leið og það kemur á pönnuna. Hrærið hunangi og ediki vel saman og látið malla þar til að sósan fer að þykkna.

Takið bringurnar og veltið þeim upp úr gljáanum. Setið á skurðbretti, látið þær standa aðeins og sneiðið niður.

Berið fram með t.d. kartöflumús , duchesse-kartöflum eða Hasselback-kartöflum. Notið afganginn af gljáanum sem sósu. Það er líka gott að hafa t.d. smjörsteiktar gulrætur með.

Vínið þarf auðvitað að vera franskt, t.d. Bordeaux-vín á borð við Chateau Tour Pibran.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert