Meinhollt carob-konfekt að hætti Þorbjargar

Þetta carob-konfekt útbjó Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Hún rúllaði konfektinu ýmist upp …
Þetta carob-konfekt útbjó Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Hún rúllaði konfektinu ýmist upp úr carob-dufti eða kókoshveiti. Skjáskot af MindBodyGreen

Súkkulaði er í uppáhaldi hjá mörgum en vandamálið er að súkkulaði er ekki beint það hollasta sem við látum ofan í okkur. En hérna kemur uppskrift af meinhollu „súkkulaði-konfekti“...án súkkulaðis!

Þetta sælgæti samanstendur af kasjúhnetum, döðlum og carob-dufti svo eitthvað sé nefnt. Carob-duft er einmitt gjarnan notað í staðinn fyrir kakóduft í uppskriftir því bragðið minnir á súkkulaði.

Hráefni:

  • 1 bolli kasjúhnetur
  • 4 matskeiðar carob-duft
  • ½ bolli kókoshveiti
  • 2 teskeiðar furuhnetur
  • ¼ bolli vatn eða ferskur appelsínusafi
  • 200 grömm döðlur

Aðferð:

1. Malaðu hneturnar saman í matvinnsluvél. Bættu svo restinni af hráefninu út í matvinnsluvélina og blandaðu þar til út verður þétt deig.

2. Byrjaðu að móta litlar kúlur úr deiginu. Þá er líka sniðugt að rúlla kúlunum upp úr smá carob-dufti eða kókoshveiti. Kúlurnar eru svo kældar inni í ísskáp. Þessar endast í allt að tvær vikur í kæli.

Þessi uppskrift kemur af heimasíðu Mind Body Green, en það var Þorbjörg Hafsteinsdóttir sem deildi uppskriftinni með lesendum. 

Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum. …
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum. Hún veit eitt og annað um heilsusamlegt líferni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert