Fenníku-, sítrus- og saltleginn kalkúnn

Kalkúnn er vinsæll jólamatur.
Kalkúnn er vinsæll jólamatur. Getty Images/Digital Vision
fyrir 8-10

1 kalkúnn, 5-6 kg

150 g smjör, við stofuhita

1 hvítlauksgeiri, pressaður

1 msk. fenníkufræ, steytt

1 tsk. rósmarín, steytt

½ tsk. nýmalaður pipar

safi og fínt rifinn börkur af 1 sítrónu

2 msk. fenníkulauf, smátt söxuð

Takið innmatinn innan úr fuglinum og setjið fuglinn á kaf ofan í kryddpækilinn. Geymið á köldum stað í 24-48 klukkustundir. Takið þá kalkúninn úr leginum, þerrið og skerið vængendana af. Ef þið viljið má sleppa þessu skrefi með pækilinn en hann gerir fuglinn einstaklega safaríkan og bragðgóðan.

Blandið smjöri, hvítlauk, kryddi, sítrónusafa, -berki og fenníkulaufum saman í skál og setjið í sprautupoka. Smeygið hendinni á milli bringunnar og hamsins og losið haminn frá alveg að hálsi, vængjum og lærum. Sprautið kryddsmjörinu undir haminn og jafnið það út.

Fyllið fuglinn með fenníkufyllingunni og setjið í ofnskúffu. Bakið í 190°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til hann er orðinn fallega brúnaður, lækkið þá hitann í 150°C og bakið í 45 mínútur fyrir hvert kíló eða þar til kjarnhiti nær 70°C. Ausið smjörinu og soðinu úr ofnskúffunni reglulega yfir kalkúninn á meðan hann er í ofninum.

Berið fuglinn fram með fenníkusósunni, fyllingunni, kartöflum og grænmeti eftir smekk.

Kryddpækill

6 l vatn

3 ½ dl salt

3 ½ dl sykur

1 msk. rósmarín

1 msk. fenníkufræ

½ fenníka, smátt söxuð

1 laukur, smátt saxaður

2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

3 cm engiferrót, skræld og smátt söxuð

1 appelsína, skorin í sneiðar

2 l eplasíder

Setjið 2 l af vatni í pott ásamt öllu öðru í uppskriftinni nema eplasíder.

Sjóðið í 10 mínútur og kælið síðan vel. Hellið kryddvatninu í stóra fötu, pott eða annað ílát sem rúmar kalkúninn. Hellið restinni af vatninu út í og blandið eplasíder saman við.

Fenníkufylling

2 msk. olía

1 msk. fenníkufræ

1 fenníka, smátt söxuð

1 laukur, smátt saxaður

1 ½ dl hvítvín eða vatn

10 brauðsneiðar, skorpulausar og

skornar í teninga

2 egg

300 g soðið bankabygg

½ dl sambuca, má sleppa

2-3 msk. sítrónusafi

1 tsk. salt

nýmalaður pipar

Hitið olíu í potti og látið fenníkufræ, saxaða fenníku og lauk krauma í 2 mínútur án þess að brúnast. Hellið hvítvíni út í og sjóðið niður um ¾, kælið. Setjið blönduna í skál ásamt restinni af hráefnunum og blandið vel saman.

Kalkúnasalat með spínati og sítrónudressingu

Kalkúnasalat

Fyrir 4-6

400 g kalkúnaafgangar, skornir í bita

1 poki spínat

2 lárperur, hýðis- og steinlausar, skornar í bita

1 agúrka, skræld og kjarnhreinsuð, skorin í bita

1 dl kasjúhnetur

2 dl græn vínber, má sleppa

salt og nýmalaður pipar

400 g pasta, soðið skv. leiðbeiningum á umbúðum.

Ef rétturinn er hugsaður sem forréttur má sleppa pastanu.

Sítrónudressing

safi og fínt rifinn börkur af 2 sítrónum

1 msk. hlynsíróp eða sykur

1 msk. ljóst edik

1 ½ dl olía

salt og nýmalaður pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Blandið kalkúnasalatinu vel saman við sítrónudressinguna. Smakkið til með salti og pipar. Berið fram með góðu brauði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert