Hnetusmjörsklám í sinni svæsnustu mynd

Höfundurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir áritar bókina sína.
Höfundurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir áritar bókina sína. Ómar Óskarsson

„Þetta er hnossgæti sem ég gæti hugsað mér að liggja í fullu baðkari af. Alla daga. Alltaf. Hnetusmjörsklám í sinni svæsnustu mynd. Sem er jú besta tegundin af klámi. Ekki það að ég horfi á klám eða sé kunnug vissum tegundum af því. Eða já, ég bara tek svona til orða,“ skrifar Guðrún Veiga Guðmundsóttir í matreiðslubókina sína, Nenni ekki að elda, áður en hún deilir með lesendum uppskrift af hnetusmjörstriffle.

Hráefni:

  • Betty Crocker Brownie Mix (egg, olía og vatn)
  • 6 pakkar Reese's Peanut Butter Cups (pakkarnir sem innihalda þrjú stk)
  • 3 bollar köld mjólk
  • 2 pakkar Royal vanillubúðingur
  • 3/4 bolli fínt hnetusmjör
  • 3 tsk vanillu extract
  • stór peli rjómi

„Bakið Betty samkvæmt leiðbeiningunum. Hrærið saman búðingsduftinu og mjólkinni. Bætið hnetusmjöri og vanillu extract. Hrærið vel saman. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við hnetusmjörsblönduna. Saxið Reese's Peanut Butter Cups í grófa bita.“ 

„Látið kökuna kólna vel og skerið hana síðan í teninga. Finnir ykkur fallega glæra skál og hefjist handa við að raða. Byrjum á browniebitunum. Reese's Peanut Butter Cups þar yfir. Smyrja hnetusmjörsblöndunni ofan á og endurtaka. Skreytið að lokum með Reese's.“

Mynd úr matreiðslubókinni Nenni ekki að elda.
Mynd úr matreiðslubókinni Nenni ekki að elda. Ljósmynd/ Guðrún Veiga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert