„Pönnukaka“ með karamellukremi og valhnetum

Kakan lítur sérstaklega vel út í steypujárnspönnu.
Kakan lítur sérstaklega vel út í steypujárnspönnu. http://kristingroa.com

Sælkerinn og matarbloggarinn Kristín Gróa heldur úti blogginu Lúxusgrísirnir. Þar er að finna girnilega uppskriftir, m.a. af þessari ljúffengu köku sem Kristín kýs að baka í steypujárnspönnu.

Kaka:

  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 
3/4 tsk. lyftiduft

  • 3/4 tsk. matarsódi

  • 1/4 tsk. salt

  • 85 g smjör mjúkt

  • 1 bolli sykur

  • 1 stórt egg
  • 
1 stór eggjarauða

  • 2 tsk. vanilluextrakt

  • 3/4 bolli súrmjólk

Karamellukrem:

  • 3/4 bolli (þjappaður) púðursykur

  • 55 g smjör

  • 1/4 bolli rjómi

  • salt

  • 1 tsk. vanilluextrakt
  • 
1 bolli grófsaxaðar valhnetur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Smyrjið hringlaga form (helst steypujárnspönnu) vel og dustið hveiti yfir. Setjið til hliðar.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í miðlungsstóra skál. Setjið til hliðar.
  4. Þeytið smjör og sykur saman í hrærivél þar til ljóst og létt, tekur u.þ.b. 3 mínútur. Bætið egginu og eggjarauðunni út í og þeytið í 1 mínútu. Bætið vanilluextrakt saman við og þeytið örlítið.
  5. Hafið hrærivélina á hægri stillingu og bætið helmingnum af þurrefnunum saman við. Bætið súrmjólkinni út í. Bætið að lokum restinni af þurrefnunum saman við og hrærið á litlum hraða þar til allt er rétt svo blandað saman.  Takið skálina úr hrærivélinni og klárið að blanda saman með sleikju.
  6. Setjið deigið á pönnuna og sléttið úr því. Bakið í 30 mínútur.

Kremið er undirbúið á meðan kakan bakast

  1. Setjið púðursykur, smjör, rjóma og klípu af salti í miðlungsstóran pott og bræðið yfir miðlungshita. Látið væga suðu koma upp og leyfið að malla í 3 mínútur. Takið af hitanum og hrærið vanillu og hnetum saman við.
  2. Leyfið kreminu að standa í pottinum í 20 mínútur þannig að það stífni aðeins.
  3. Hellið karamellukreminu yfir heita kökuna um leið og hún kemur út úr ofninum. Ef kakan var bökuð í venjulegu formi er best að taka hana úr forminu fyrst, setja hana á disk og hella kreminu svo yfir.

Berið kökuna fram strax með þeyttum rjóma.

Girnilegt.
Girnilegt. http://kristingroa.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert