Fljótlegir súkkulaði-hafraklattar

Þessir súkkulaði-hafraklattar eru afar girnilegir.
Þessir súkkulaði-hafraklattar eru afar girnilegir. www.makelifelovely.com

Þessa gómsætu súkkulaði-hafraklatta er einfalt og fljótlegt að gera. Klattarnir eru sannkallað hnossgæti sem hentar vel sem eftirréttur í nestisboxið.

Hráefni:

  • 1/2 bolli smjör
  • 2 bolli sykur
  • 1/4 bolli kakó
  • 1/2 bolli mjólk
  • 3 bollar hafrar
  • 1/2 bolli hnetusmjör
  • 1 teskeið vanilla

Aðferð:

  1. Bræddu smjörið við sykurinn, kakóið og mjólkina í stórum pott. Bíddu þar til blandan fer að sjóða, láttu sjóða í um þrjár mínútur.
  2. Taktu pönnuna af hellunni og bættu höfrum, hnetusmjöri og vanillu saman við. Hrærðu vel.
  3. Notaður skeiðar til að móta litla klatta á bökunarpappír. Láttu klattana kólna og harðna, þá eru þeir tilbúnar.

Uppskriftin kemur af heimasíðunni MakeLifeLovely.com.

Hafraklattana er einfalt og fljótlegt að gera.
Hafraklattana er einfalt og fljótlegt að gera. www.makelifelovely.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert