Stökkar aspas-franskar með parmesan

Girnilegt meðlæti.
Girnilegt meðlæti. www.damndelicious.net

Þeir sem eru hrifnir af frönskum kartöflum verða örugglega hrifnir af þessum stökku aspas-frönskum sem bragðast vel með öllum mat.

Hráefni

1 bolli Panko (japönsk brauðmylsna sem fæst í flestum matvörubúðum)

½ bolli rifinn parmesanostur

Salt og pipar eftir smekk

450 grömm aspas

½ bolli hveiti

2 egg, þeytt

Aðferð

  • Forhitaðu ofninn í 200° og smyrðu bökunarform.
  • Blandaðu Panko, parmesanosti, salti og pipar saman í stóra skál.
  • Byrjaðu á að dýfa aspasnum í hveiti, því næst í egg og að lokum í Panko-blönduna.
  • Raðaðu þá aspasnum í bökunarfatið. Bakaðu þá aspasinn í 10-12 mínútur, þar til hann er gylltur og stökkur.
  • Berist strax fram

Uppskriftin kemur af heimasíðunni DamnDelicious.net.

Það tekur stuttan tíma að útbúa aspas-franskarnar.
Það tekur stuttan tíma að útbúa aspas-franskarnar. www.damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert