Bollur með jarðarberjafyllingu að hætti Evu Laufeyjar

Eva Laufey bakar sínar eigin bollur.
Eva Laufey bakar sínar eigin bollur. www.evalaufeykjaran.com

„Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og frá því að ég var lítil hefur þessi dagur verið í algjöru uppáhaldi,“ skrifar matarbloggarinn Eva Laufey Kjaran sem bakar að sjálfsögðu sínar eigin bollur fyrir bolludag.

„Það er lítill vandi að búa til sínar eigin bollur og það er gaman að prófa allskonar fyllingar þó að vissulega sé bolla með sultu og rjóma alltaf góð þá getur verið ágætt að breyta til,“ skrifar Eva áður en hún deilir með lesendum sínum uppskrift af bollum og þremur ljúffengum fyllingum.

Bollur
gerir um 8-10 stk

Hráefni

  • 100 g smjör
  • 2 dl vatn
  • 2 msk. sykur (má sleppa)
  • 110 Kornax hveiti
  • 3 stór brúnegg (eða fjögur lítil)

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C. (blástur)
  2. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (Gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2-3 mínútur áður en hveitið er sett út í.
  3. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur.
  4. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman.
  5. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum.
  6. Bakið bollurnar í 25–30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli.  
<strong>Jarðarberjafylling</strong><br/><div></div> <strong>Hráefni</strong><br/><ul> <li>1 askja jarðarber (10-12 stk.)</li> <li>4 dl rjómi</li> <li><span><span>2 tsk. flórsykur</span></span></li> </ul> <strong>Aðferð</strong>
  1. <span>Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli.</span>
  2. <span>Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin.</span>
  3. <span><span>Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.</span></span>

Uppskriftir af fleiri fyllingum má þá sjá í færslu Evu Laufeyjar.

Bolla með jarðaberjafyllingu.
Bolla með jarðaberjafyllingu. www.evalaufeykjaran.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert