Kínóa skonsur

Hrært í skonsur með kínóa.
Hrært í skonsur með kínóa. mbl.is/Marta María

Kínóa er eitt af þeim hráefnum sem við ættum að borða miklu meira af. Þess vegna er afar sniðugt að setja þær út í þjóðlegan mat eins og skonsur. Þess má geta að börnin gerðu enga athugasemd við það að skonsurnar væru of heilsusamlegar á bragðið!

1 bolli gróft spelt

2 msk bráðið smjör

1/2 bolli soðið kínóa

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk hreint vanilluduft

2 egg

1 bolli AB mjólk

Smá salt

Byrjaðu á því að setja speltið og kínóað í skál og hrærðu það saman ásamt öðrum þurrefnum. Þá eru eggin þeytt saman við og loks er AB mjólkinni bætt út í. Bræðið smjörið á pönnunni og setjið út í deigið. Þegar deigið er tilbúið eru skonsurnar bakaðar á pönnukökupönnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert