„Djúsí“ rjómalagað tómatpasta

Það er tilvalið að bæta kjúkling út í þennan rétt.
Það er tilvalið að bæta kjúkling út í þennan rétt. Ljósmynd/ www.howsweeteats.com/

Þessi „djúsí“ pastaréttur kemur af heimasíðunni HowSweetEats.com. Rétturinn er gómsætur einn og sér en það er einnig hægt að bæta smá kjúkling eða rækjum út í réttinn og gera hann þannig ennþá saðsamari. 

Rjómalagað tómatpasta

Fyrir 4-6

  • 450 grömm heilhveitipasta
  • 1 bolli af þinni uppáhalds pastasósu
  • 1/3 bolli rjómi
  • 1/3 bolli rifinn parmesanostur
  • 100 grömm ferskur mozzarella, skorinn í teninga
  • 1 askja af kirsuberjatómötum
  • 1 lúka af ferskri basilíku

Forhitaðu ofninn í 180°. Sjóddu pastað samkvæmt leiðbeiningum.

Á meðan pastað sýður, hitaðu þá pastasósuna á pönnu. Bættu svo rjómanum og parmesanostinum saman við. Þegar pastað er tilbúið er það sett út í pastasósuna. Því næst er mozzarellaostinum (nema um 5 teningum)  bætt við ásamt tómötunum. Skerðu þá 3-4 basilíkulauf niður og bættu þeim út í pastað. Þegar öllu hefur verið blandað saman er pastað sett yfir í smurt eldfast mót. Restinni af mozzarellaostinum er þá stráð yfir. Pastarétturinn er svo bakaður inni í ofni í um 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.

Pastað bragðast einstaklega vel með hvítlauksbrauði.

Þessi girnilegi pastaréttur bragðast vel með hvítlauksbrauði.
Þessi girnilegi pastaréttur bragðast vel með hvítlauksbrauði. Ljósmynd/ www.howsweeteats.com/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert