Ljúffeng súkkulaði- og avókadóterta

Mæðgurnar Sólveig og Hildur kunna til verka í eldhúsinu.
Mæðgurnar Sólveig og Hildur kunna til verka í eldhúsinu. www.maedgurnar.is/

Solla Eiríksdóttir og dóttir hennar, Hildur, halda úti heimasíðunni Mæðgurnar. Þar deila þær uppskriftum af gómsætum mat þar sem hollustan er í hávegum höfð. Nýverið deildu þær með lesendum sínum uppskrift af þessari fallegu súkkulaði- og avókadótertu. „Stærsti kosturinn við þessa dásemdar súkkulaði avókadó tertu er líklega að hún inniheldur bara 4 hráefni. Það er ekki hægt að klúðra henni því hún er svo einföld,“ skrifa þær Solla og Hildur.

Kakan

Botn
2.5 dl þurrkaðar döðlur 
2.5 dl pekanhnetur 
+ nokkrar sjávarsaltflögur

Fylling
2 stór avókadó eða 4 lítil, passlega þroskuð
200 g lífrænt 70% súkkulaði (eða ykkar uppáhalds súkkulaði)

Aðferð

  1. Setjið pekanhneturnar í matvinnsluvélina og malið svona milli gróft.
  2. Bætið döðlunum út í og blandið þar til þetta klístrast vel saman.
  3. Þrýstið niður í form og setjið inn í frysti á meðan þið búið til fyllinguna.
  4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, takið af hellunni og látið kólna án þess að súkkulaðið stífni.
  5. Afhýðið avókadóin og setjið í matvinnsluvél og hellið súkkulaðinu út í og maukið þar til þetta er orðið alveg silkimjúkt og kekklaust.
  6. Hellið fyllingunni í botninn og setjið tertuna svo inn í kæli til að stífna, í 30-60 mín.
  7. Ef þið geymið tertuna í frysti er gott að taka hana út láta standa aðeins áður en þið gæðið ykkur á henni, hún á að vera mjúk en ekki frosin. 
Kakan girnilega bragðast best þegar hún er mjúk.
Kakan girnilega bragðast best þegar hún er mjúk. www.maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert