Öðruvísi páskaegg að hætti Sollu og Hildar

Solla og Hildur nota helst fairtrade súkkulaði í sín egg.
Solla og Hildur nota helst fairtrade súkkulaði í sín egg. www.maedgurnar.is

„Okkur finnst mikill kostur að geta valið súkkulaði eftir eigin smekk. Við erum hrifnar af því að nota súkkulaði með Fairtrade-stimpil, þannig getum við verið vissar um að aðbúnaður þeirra sem koma að framleiðslunni sé í lagi,“ skrifa þær Solla og Hildur sem halda úti heimasíðunni Mæðgurnar. „Inn í eggin finnst okkur best að setja þurrkaða ávexti, hnetur og fræ, eitthvað sem passa vel að maula með dökku súkkulaði.“ 

1 stórt páskaegg

200g gott súkkulaði (2 x 100g plötur)

Aðferð

Temprun:

  1. Brjótið 1½ súkkulaðiplötu niður í mola og setjið í skál, saxið restina fínt og setjið til hliðar (½ plata).
  2. Bræðið 1½ súkkulaðiplötu rólega yfir vatnsbaði á vægum hita. Hrærið í og fylgist vel með. Ef þið eigið hitamæli er gott að mæla hitastigið á súkkulaðinu sem verið er að bræða og reyna að ná 45°C hita.
  3. Þegar 45°C hita er náð, takið þá skálina úr pottinum og hellið saxaða súkkulaðinu út í til að kæla og hrærið mjög vel.
  4. Þegar saxaða súkkulaðið er bráðnað er mjög gott að halda áfram að hræra og hræra til að fá loft í súkkulaðið á meðan það er að kólna. Súkkulaðið er tilbúið til notkunar þegar blandan er komin niður í 35°C (eða orðið aðeins seigfljótandi ef þið eigið ekki hitamæli).

Í formin:

Við hellum tveimur lögum af súkkulaði í hvern helming, en við viljum passa að eggið verði ekki of þykkt, það er girnilegra svolítið þunnt.

  1. Fyrsta lag: Hellið mátulega þunnu lagi af súkkulaði í hvern helming og veltið um til að þekja allt formið. Ef það er of mikið súkkulaði í forminu hellið því þá úr svo það safnist ekki saman á einum stað þegar það storknar. Skafið yfir með hníf svo kantarnir verði sléttir. Látið standa í um 20 mínútur á bökunarpappír í frysti (gott að byrja með opna hlutann upp í smá stund og snúa svo niður).
  2. Annað lag: Áður en lag nr.2 fer í formin er gott að fara aftur yfir með hnífnum, ef kantarnir hafa safnast upp. Hellið nú meira súkkulaði í og veltið um þar til þekur. Athugið hvort skafa þurfi yfir með hníf. Leggið á smá stund með opna hlutann upp í kæli/frysti og svo á hvolf á bökunarpappír og látið storkna í 30 mín.
  3. Takið eggin út úr kælinum/frystinum, þið sjáið að eggin eru orðin nógu hörð ef það er komið loft á milli. Ef ekki, setjið aftur inn í kæli í smá stund.
  4. Leggið mótin á hvolf og þá ættu helmingarnir að detta áreynslulaust út.
  5. Best er að hafa helmingana mjög kalda þegar á að líma þá saman svo þeir haldi forminu vel.  
  6. Setjið málsháttinn og allt sem á að fara inn í eggið áður en egginu er lokað.
  7. Notið fljótandi súkkulaði sem lím, því er smurt á kantinn á annarri skelinni og síðan er eggið “límt” saman.
  8. Geymið í kæli í smá stund.
  9. Þar næst setjið þið smá „súkkulaðilím“ á fótinn og límið eggið á hann.
  10. Ef kantarnir eru ekki nógu fallegir má laga þá með því að setja bráðið súkkulaði í sprautupoka og sprauta því allan hringinn.
  11. Nú er kominn tími til að skreyta eggið...allt er leyfilegt! 

Samsetning:

  1. Takið eggin út úr kælinum/frystinum, þið sjáið að eggin eru orðin nógu hörð ef það er komið loft á milli. Ef ekki, setjið aftur inn í kæli í smá stund.
  2. Leggið mótin á hvolf og þá ættu helmingarnir að detta áreynslulaust út.
  3. Best er að hafa helmingana mjög kalda þegar á að líma þá saman svo þeir haldi forminu vel.  
  4. Setjið málsháttinn og allt sem á að fara inn í eggið áður en egginu er lokað.
  5. Notið fljótandi súkkulaði sem lím, því er smurt á kantinn á annarri skelinni og síðan er eggið „límt“ saman.
  6. Geymið í kæli í smá stund.
  7. Þar næst setjið þið smá “súkkulaðilím” á fótinn og límið eggið á hann.
  8. Ef kantarnir eru ekki nógu fallegir má laga þá með því að setja bráðið súkkulaði í sprautupoka og sprauta því allan hringinn.
  9. Nú er kominn tími til að skreyta eggið...allt er leyfilegt! 
„Inn í eggin finnst okkur best að setja þurrkaða ávexti, …
„Inn í eggin finnst okkur best að setja þurrkaða ávexti, hnetur og fræ, eitthvað sem passa vel að maula með dökku súkkulaði.“ www.maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert