Dásamlegur og meinhollur bananaís

Girnilegur bananaís.
Girnilegur bananaís. www.twopeasandtheirpod.com

Það er ýmislegt hægt að gera úr þroskuðum banönum. Til dæmis henta þeir vel í eftirrétti en hérna kemur uppskrift að meinhollum og gómsætum ís sem inniheldur aðeins tvö hráefni, þroskaðir bananar eru annað þeirra. Uppskriftin er af heimasíðunni TwoPeasAndTheirPod.

Dásamlegur og meinhollur bananaís
Fyrir fjóra

Hráefni:

  • Fjórir stórir þroskaðir bananar
  • Tvær matskeiðar hnetusmjör

Aðferð:

  1. Taktu hýðið utan af banönunum og sneiddu þá niður. Láttu bananana í frysti í einn til tvo klukkutíma.
  2. Settu bananana í blandara. Láttu blandarann vinna þá þar til þeir fá rjómakennda og jafna áferð. Athugaðu að ef illa gengur að fá rjómakennda áferð er tilvalið að bæta smámjólk saman við bananana og þá blandast þeir betur saman. Þá er hnetusmjörinu bætt saman við og blandað vel. Þá er ísinn tilbúinn. Gerist ekki miklu einfaldara.

Ísinn er borinn fram strax en ef þú kýst að hafa hann þéttari má setja hann aftur inn í frysti í nokkrar klukkustundir.

Það er hægt að nota þroskaða banana í ýmislegt, meðal …
Það er hægt að nota þroskaða banana í ýmislegt, meðal annars kökur og ís. www.twopeasandtheirpod.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert