Geggjaðir kanilsnúðar með kremi

Snúðarnir eru afar girnilegir.
Snúðarnir eru afar girnilegir. www.livewellbakeoften.com

Þessa geggjuðu kanilsnúða tekur stuttan tíma að útbúa en útkoman er æðisleg. Þessa snúða er tilvalið að gera um helgar þegar nammidagarnir eru teknir á næsta stig.

Hráefni

Deig:

  • 2 bollar hveiti
  • 2 matskeiðar sykur
  • 4 teskeiðar lyftiduft
  • ½ teskeið salt
  • 3 matskeiðar mjúkt smjör
  • ¾ bolli mjólk

Fylling:

  • 1 bolli púðursykur
  • 2 teskeiðar kanill
  • 4 matskeiðar bráðið smjör (ein matskeið sett til hliðar)

Krem

  • 2 matskeiðar mjúkt smjör
  • 85 g mjúkur rjómaostur
  • ½ bolli flórsykur
  • ⅛ teskeið vanilludropar
  • 1-2 matskeiðar mjólk

Aðferð

  1. Forhitaðu ofninn í 200°C. Smyrðu 20 sentímetra bökunarform. Í stóra skál, hrærðu hveiti sykri, lyftidufti og salti saman. Bættu svo smjörinu og mjólkinni saman við og hrærðu þar til úr verður kekklaust deig.
  2. Fyrir fyllinguna, hrærðu púðursykur, kanil og þrjár matskeiðar af bræddu smjöri saman í skál. Síðasta skeiðin af bræddu smjöri er geymd til hliðar til að smyrja á deigið þegar það hefur verið flatt út.
  3. Stráðu örlitlu hveiti á hreint yfirborð og hnoðaðu deigið í um eina mínútu. Notaðu svo kökukefli til að fletja út deigið í stóran ferhyrning. Smyrðu svo restinni af brædda smjörinu á deigið. Því næst er fyllingunni dreift á útflatt deigið (ekki smyrja fyllinguna alveg út að kantinum).
  4. Rúllaðu nú deiginu varlega upp. Notaðu beittan hníf til að skera deigið niður í jafna búta, um það bil átta stykki.
  5. Leggðu hvert og eitt stykki í bökunarformið, hafðu smámillibil á milli snúðanna því þeir stækka inni í ofninum.
  6. Bakaðu í um 18-22 mínútur. Taktu snúðana þá út úr ofninum og láttu kólna í 10 mínútur.
  7. Á meðan snúðarnir kólna getur þú útbúið kremið. Notaðu handþeytara til að blanda smjörinu, rjómaostinum, flórsykrinum og vanillunni saman. Bætti mjólkinni smátt og smátt við þar til þú hefur fengið þá áferð sem þú vilt.
  8. Að lokum er kreminu hellt jafnt yfir alla snúðana.

Uppskriftin kemur af heimasíðunni LiveWellBakeOften.

www.livewellbakeoften.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert