Æðislegar döðlukúlur með kókos

Döðlukúlurnar gómsætu.
Döðlukúlurnar gómsætu. www.mindbodygreen.com

Þessar gómsætu döðlukúlur með kókos eru meinhollar og tilvalið snakk til að fá sér rétt fyrir ræktina. Þær er sniðugt að eiga til inni í ísskáp, uppskriftin kemur af Mind Body Green.

Hráefni:

  • Tveir bollar steinlausar döðlur
  • 1/4 bolli + 2 matskeiðar volgt vatn
  • 3/4 bolli hafrar
  • 1 bolli kókosflögur
  • 1/4 bolli sesamfræ
  • 1/4 bolli sólblómafræ
  • 1/4 bolli + 1 matskeið saxaðar möndlur

Aðferð:

  1. Maukaðu döðlurnar og vatnið í matvinnsluvél þar til döðlurnar verða að mjúku mauki.
  2. Settu maukið í skál og hrærðu restinni af hráefninu saman við, öllu nema hálfum bolla af kókosflögum. Ef blandan er of blaut þá er smá höfrum bætt við hana.
  3. Mótaðu hæfilega stórar kúlur (u.þ.b. 12 kúlur) úr blöndunni og rúllaðu þeim upp úr möndluflögunum.

Kúlurnar geymast best í kæli.

Döðlurnar gefa kúlunum sætt bragð.
Döðlurnar gefa kúlunum sætt bragð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert