Límónukaka með rjómaostakremi

Sumarið kallar á krúttlegar fiðrildakökur með límónubragði. Rjómaostakremið setur punktinn yfir i-ið en það er gert út lakósafríum rjómaosti frá Philadelphia. 

350 g smjör

350 g hrásykur

3 egg - aðskilin

400 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

2 dl mjólk eða möndlumjólk

safi úr tveimur límónum

Bakað við 175 gráður í 15 mínútur sirka

Rjómaostakrem

2 dósir laktósafrír rjómaostur frá Philadelphia

500 g flórsykur

1 tsk. vanilluduft

Kökuformin, fiðrildin sem notuð voru til skreytinga og glimmerið sem má borða kemur allt frá versluninni Allt í köku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert