Ostakaka með karamellu sem slær í gegn

Ostakakan hennar Berglindar er bæði falleg og bragðgóð.
Ostakakan hennar Berglindar er bæði falleg og bragðgóð. Berglind/Gulur Rauður Grænn og Salt

„Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn,“ skrifar Berglind sem heldur úti matarblogginu Gulur Rauður Grænn og Salt. Berglind deilir svo með lesendum sínum uppskrift af gómsætri ostaköku með Dumle-karamellu og makkarónubotni.

Hráefni:
Botn

  • 130 g makkarónukökur
  • 100 g smjör, brætt

Fylling

  • 300 g rjómaostur
  • 130 g flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5 dl rjómi þeyttur

Karamellukrem

  • 150 g sýrður rjómi
  • 200 g Dumle-karamellur

Aðferð:

  1. Blandið smjöri og muldum makkarónum vel saman. Setjið í formið og breiðið varlega úr blöndunni (ekki þrýsta mjög fast niður).
  2. Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa vel saman og blandið síðan þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónubotninn og sléttið vel úr.
  3. Bræðið sýrða rjómann og Dumle-karamellurnar varlega í vatnsbaði. Kælið karamellusósuna og hellið síðan yfir blönduna í forminu. Frystið.
  4. Berið kökuna fram hálffrosna með berjum og/eða berjasósu með.
Berglind notaði Dumle-karamellur í kökuna sína.
Berglind notaði Dumle-karamellur í kökuna sína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert