Einfaldasta súkkulaðikaramella allra tíma

Afar girnileg þessi karamella.
Afar girnileg þessi karamella. www.veggieandthebeastfeast.com

„Þetta er einfaldasta súkkulaðikaramella allra tíma, í henni eru aðeins þrjú hráefni,“ segir á heimasíðunni Veggie and the Beast en þaðan kemur þessi girnilega uppskrift. Þessa karamella mun slá í gegn hvar og hvenær sem er.

 Innihald:

  • 3 bollar súkkulaðibitar
  • 3/4 bollar kókosmjólk
  • 2 matskeiðar kókosolía

Og til að bragðbæta má nota sjávarsalt, hnetukurl eða kókosflögur svo dæmi séu nefnd.

Aðferð:

  1. Settu súkkulaðibitana í stóra skál.
  2. Blandaðu kókosmjólkinni og kókosolíunni saman á litla pönnu og láttu sjóða á meðan þú hrærir í blöndunni reglulega.
  3. Helltu heitri blöndunni svo yfir súkkulaðibitana og láttu standa í um tvær mínútur. Þá skaltu hræra í blöndunni.
  4. Settu form í lítil muffinsmót. Helltu svo karamellublöndunni í formin. Karamellan ætti að henta í um 24 litla bita.
  5. Að lokum er sjávarsalti eða einhverju öðru bragðgóðu stráð yfir karamelluna. Láttu karamelluna svo kólna inni í ísskáp í tvo til þrjá klukkutíma, eða í frysti í eina klukkustund þar til karamellan hefur harðnað.
Gerist ekki einfaldara.
Gerist ekki einfaldara. www.veggieandthebeastfeast.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert