Gómsætt hvítlaukspasta með rækjum

Virkilega girnilegt.
Virkilega girnilegt. www.damndelicious.net

Þetta gómsæta pasta bragðast best með ísköldu hvítvíni. Það er bragðmikið og „djúsí“ og tekur ekki nema um 20 mínútur að undirbúa og elda. Fullkominn réttur fyrir helgina. Uppskriftin kemur af heimasíðunni DamnDelicious.net.

Hráefni (dugar fyrir fjóra)

  • 230 grömm fettuccine pasta
  • 300 grömm miðlungsstórar pillaðar rækjur
  • Kosher salt og nýmalaður pipar eftir smekk
  • 8 matskeiðar smjör, skorið í bita
  • 4 saxaðir hvítlauksgeirar
  • 1/2 teskeið þurrkað oregano
  • 1/2 teskeið þurrkaðar chiliflögur
  • 2 bollar klettasalat
  • 1/4 bolli ferskur rifinn parmesan-ostur
  • 2 matskeiðar söxuð steinselja

Aðferð

  1. Eldaðu pastað samkvæmt leiðbeiningum í stórum potti.
  2. Saltaðu og pipraðu rækjurnar og settu þær til hliðar.
  3. Bræddu tvær matskeiðar af smjöri á pönnu. Bættu hvítlauk, oregano og chiliflögum saman við smjörið og láttu malla í eina til tvær mínútur.
  4. Bættu þá rækjunum saman við og láttu malla þar til rækjurnar eru orðnar bleikar, þetta tekur tvær til þrjár mínútur. Settu til hliðar.
  5. Bræddu restina af smjörinu á pönnu. Settu pastað saman við smjörið ásamt klettasalatinu og parmesanostinum. Eldaðu í um tvær mínútur eða þar til klettasalatið mýkist. Að lokum er rækjunum bætt saman við.
  6. Gott er að strá smá steinselju yfir pastað áður en það er borið fram.
Pastað bragðast vel með hvítvíni og nýbökuðu brauði.
Pastað bragðast vel með hvítvíni og nýbökuðu brauði. www.damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert