Avókadó Tzatziki

Gríska jógúrtsósan tzatziki hefur lengi verið ein uppáhalds grillsósan hjá okkur eða allt frá því að maður kynntist henni í Grikklandsferðum fyrir afskaplega mörgum árum. Hún er fersk, bragðgóð og passar með svo mörgu, t.d. flestu grilluðu kjöti og fiski eða þá með grilluðu brauði. Við erum auðvitað mning eð uppskrift að klassísku og ekta tzatziki sem að þið finnið með því að smella hér en í þessari uppskrift tökum við smá snúning á þessum klassiker og umbreytum sósunni í avókadó tzatziki.

  • 2 þroskaðir avókadó
  • 2 dl grísk jógúrt
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 1/2 rauður chili eða 1/2 tsk chiliflögur
  • rifinn börkur og pressaður safi af einni sítrónu
  • 1/2 agúrka, fræhreinsuð og rifin á grófu rifjárni
  • væn lúka af fínt saxaðri flatlaufa steinselju
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Skerið avókadó í tvennt, takið steininn úr og skafið ávaxtakjötið úr með skeið. Setjið í matvinnsluvél ásamt steinselju, jógúrt, chili, sítrónuberki og sítrónusafa. Maukið vel saman.

Bragðið til með salti og pipar ásamt matskeið eða svo af mjög góðri ólífuolíu.Rífið gúrkuna á grófu rifjárni og blandið saman við.

Geymið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund áður en sósan er borin fram.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert