Bragðmikið kryddjurtapestó

Bragðmikið kryddjurtapestó er gott ofan á lasagna.
Bragðmikið kryddjurtapestó er gott ofan á lasagna. www.maedgurnar.is

Hérna kemur uppskrift af gómsætu kryddjurtapestói sem þær Solla og Hild­ur, sem halda úti heimasíðunni Mæðgurnar, deildu með lesendum sínum. „Það er bragðmikið og gefur mikinn karakter í máltíðina. Pestó er gott í hráfæðirétti, ofan á lasagna eða gróft pasta, út á salöt, inn í samlokuna, gefur kraft í pottrétti og súpur og svo framvegis.“

Hráefni:

  • 100g möndlur, þurrristaðar 
  • 3 msk ferskar kryddjurtir: rósmarin + timian + salvía 
  • 1 búnt kóríander 
  • ½ búnt minta 
  • 1-2 rauður chili 
  • 1 ½ tsk himalayasalt 
  • 3 msk sítrónusafi 
  • 1 ½ dl kaldpressuð jómfrúar ólífuolía

Aðferð:

Byrjið á að létt rista möndlurnar. Setjið því næst allt nema olíuna í matvinnsluvél og maukið, setjið í skál og hrærið olíunni útí og klárið að blanda saman.

Solla og Hildur deildu einnig uppskriftum af fimm öðrum dressingum sem þær segja „létta lífið“.

Á mæðgurnar.is má finna ótal uppskriftir af gómsætum réttum.
Á mæðgurnar.is má finna ótal uppskriftir af gómsætum réttum. www.maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert