Jói Fel grillar með farsímanum

Jói Fel er duglegur að kynna sér helstu tækninýjungar. Nú er hann búinn að fá sér kjöthitamæli sem talar við farsímann. Þetta tækniundur gerir hverja grillmáltíð að veislu.

„Þetta er að slá svo rosalega í gegn að við erum sífellt að panta meiri birgðir.  Jói Fel prófaði og féll alveg fyrir græjunni og í framhaldi gerðum við myndbandið.  Menn hjá okkur voru að hafa áhyggjur af karlmennskunni ef maður notar svona tæki – en ef Jói Fel er farinn að nota græjuna og elskar hana, þá þurfum við hinir ekki að hafa áhyggjur,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Nova en verslunin selur kjöthitamælana.

Mælinum er stungið í kjötið og með iGrill appinu (App Store og Google Play) er hægt að fylgjast með hitastiginu án þess að þurfa að vera nálægt grillinu eða ofninum.

Stærsti kosturinn við mælinn er að í appinu er hægt að velja hversu vel kjötið á að vera steikt og svo þegar réttu hitastigi er náð lætur mælirinn vita þegar kjötið er tilbúið.  Færð skilaboð í símann.

Mælirinn er með segli svo hægt er að festa hann á grillið

Í appinu sem tengist mælinum er hægt að deila því áfram sem þú ert að grilla og sjá á korti grillara um allan heim og hvað þeir eru að grilla.

Einnig er hægt að finna uppskriftir í appinu.​

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert