Hverjir eru þessir Grillhausar?

Í fyrsta þætti af Grillsumrinu mikla brilleruðu Grillhausarnir. En hverjir eru þessir grillhausar sem virðast geta grillað hvað sem er?

Nafn: Sigsteinn Sigurbergsson


Aldur: 37 ára

Starf: Leikari og starfsmaður á sambýli fyrir einhverfa

Hvers vegna tókstu þátt í Grillsumrinu mikla? Èg er nàttúrulega bara sèrfræðingur í að borða og svo er einhver að bjóða verðlaun fyrir það.... HALLÓ!?!

Hvað er besta grilltrix sögunnar? Að nudda hrárri kartöflu á grindina. Þá festist ekkert við hana. (P.S. hef að vísu aldrei pröfað það. Sá það bara á YouTube)

Hvað er það allra besta sem þú hefur grillað um ævina? Kótilettur a la Steini

Hvaða fimm hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? 1. Grill - 2. Kótilettur a la Steini - 3. Kartöflur (svo kótiletturnar festist ekki við grillið - 4. Ískaldur bjór - 5. Þyrla ( svo ég kæmist einhverntíma heim)
Lárus Jón Björnsson.
Lárus Jón Björnsson.

Nafn: Lárus Jón Björnsson

Aldur: 25 ára

Starf: Sjúkraþjálfari í fæðingarorlofi

Hvers vegna tókstu þátt í Grillsumrinu mikla? Er statt og stöðugt að reyna að heilla Nigellu Lawson uppúr skónum og reyni allt sem ég get til að komast í þáttinn til hennar. Ég leit á Grillsumarið Mikla sem kjörið tækifæri til að komast nær þessu göfuga takmarki mínu.

Hvað er besta grilltrix sögunnar? Að skilja grillhlífina alltaf eftir á jörðinni í nokkra daga eftir að þú grillar. Þá míga nógu andskoti margir kettir á hana og svo þegar þú setur ábreiðuna aftur yfir grillið þá marínerast grillið í kisuhlandinu sem smitast yfir í matinn. Leyndarmál sem fáir vita af en allir ættu að prófa!

Hvað er það allra besta sem þú hefur grillað um ævina? Einu sinni grillaði ég þvílíkt í mágkonu minni þegar ég fór inná fésbókarsíðuna hennar og setti nýja stöðuuppfærslu undir fölsku flaggi og enginn uppgötvaði það þar til langt um síðir hehe því mun ég seint gleyma hehe

Hvaða fimm hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? 1. Fótbolta – 2. Gítar – 3. Kolagrill+kol+bensín+eldspýtur selt saman í einum pakka frá Rúmfatalagernum – 4. Karíókí græjur sem ganga ekki fyrir rafmagni – 5. Ég myndi wagon-pakka Katrínu og Nikulási Ara saman í einn pakka svo það telst í rauninni bara vera einn hlutur.

 

Katrín Vignisdóttir.
Katrín Vignisdóttir.


Nafn: Katrín Vignisdóttir

Aldur: 25 ára

Starf: Verkefnastjóri

Hvers vegna tókstu þátt í Grillsumrinu mikla? Ég sá þetta auglýst og fannst þetta svo sjúklega skemmtilegt. Ég ákvað því að skrá mig ásamt Lalla, Nikulási Ara og Gilitrutt því allt sem er nýtt og öðruvísi er svo skemmtilegt.

Hvað er besta grilltrix sögunnar? Nota bara nóg af allskonar sósum því þá skiptir engu máli þótt maturinn sé gamall eða illa eldaður – ef rétt sósa er valin getur maturinn ekki klikkað.

Hvað er það allra besta sem þú hefur grillað um ævina? Ég held ég hafi bara grillað pylsur yfir ævina. Þannig að svarið mitt er: pylsur. En þegar ég fæ einhvern annan til að grilla fyrir mig þá er það örugglega þegar ég bað Lalla um að grilla volgan geitaost vafinn í parmaskinku með gráfíkjum, marsala og foccacia brauði. Það var BEST!

Hvaða fimm hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? 1. Vasahníf – 2. Sundbolta – 3. Sólarvörn – 4. Sollu á Grænum kostum (hún væri mjög sniðug að nýta laufblöðin í náttúrunni í eitthvað hollustusull) – 5. Flugvél  

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert