Pestó kartöflusalat

Það er hægt að gera kartöflusalat með ýmsum hætti og alls engin skylda að nota sýrðan rjóma eða majonnes. Hér er það pestó sem glæðir kartöflurnar lífi og þetta er kartöflusalat sem að hentar einstaklega vel með grilluðum mat, hvort sem er kjöti eða fiski.

Fyrstu eru það kartöflurnar. Við byrjum á því að skera þær í fernt.  Setjið bökunarpappír á plötu og dreifið úr kartöflunum. Saltið með sjávarsalti og hellið vel af ólífuoliu yfir.  Eldið í ofni við 180 gráður í um klukkustund.

Þetta er ekki ósvipað því og við gerum með rósmarínkartöflurnar, sem að þið getið skoðað hér.

Á meðan að kartöflurnar eru að eldast er pestó útbúið. Uppskriftina að pestó finnið þið með því að smella hér. Við mælum með að nota basil og steinselju til helminga í pestóið fyrir þetta salat.

Þessu til viðbótar í salatið þurfum við:

  • grænar baunir, ca 3 dl
  • 1 lúka fínt söxuð flatlaufa steinselja
  • 1 lúka fínt söxuð fersk mynta
  • sítrónusafi

Það er best að nota frosnar grænar baunir (peas) þar sem að yfirleitt er ekki hægt að fá ferskar grænar baunir hér á landi. Leyfið þeim að þiðna aðeins.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnir eru þær settar í skál. Blandið pestó og baunum saman við. Blandið kryddjurtunum saman við. Kreistið smá sítrónusafa yfir.

Fleiri spennanadi kartöflusalöt finnið þið með því að smella hér.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert