Tortillaskálar með tígrisrækjum og avókadó

Rétturinn er ekki bara bragðgóður heldur lítur hann einstaklega vel …
Rétturinn er ekki bara bragðgóður heldur lítur hann einstaklega vel út. Ljósmynd/ ljufmet.com

„Rækjurnar hurfu eins og skot af borðinu og fóru svakalega vel með köldum bjórnum. Frábær smáréttur í saumaklúbbinn eða sem forréttur í matarboði,“ skrifar Svava á matarbloggið sitt Ljúfmeti og lekkerheit áður en hún deilir með lesendum sínum uppskrift af tortillaskálum með grilluðum tígrisrækjum, avókadó og sýrðum rjóma.

Hráefni

  • 1 poki tígrisrækjur frá Sælkerafiski (14 rækjur í pokanum)
  • 1/2 dl Thai Sauce Peanut & Coconut sósa frá deSIAM
  • litlar tortillaskálar
  • sýrður rjómi
  • lime
  • avokadó
  • ferskt kóriander
  • salt

Aðferð

  • Látið rækjurnar þiðna í ísskáp, skolið þær síðan og þerrið vel. Látið rækjurnar í skál og hellið sósunni yfir þær.
  • Látið standa í 30 mínútur. Þræðið rækjurnar upp á spjót og grillið.
  • Setjið sýrðan rjóma í botn á tortillaskál.
  • Skerið avókadó í smáa bita og kreistið limesafa yfir.
  • Setjið nokkra avókadóbita yfir sýrða rjómann.
  • Skerið tígrisrækjuna í tvennt og setjið yfir. Stráið fersku kóriander og góðu salti yfir og berið strax fram.
Afar girnilegur réttur sem bragðast vel með léttum bjór.
Afar girnilegur réttur sem bragðast vel með léttum bjór. Ljósmynd/ ljufmet.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert