Búa til pestó úr hundasúrum

Hundasúrupestóið gómsæta.
Hundasúrupestóið gómsæta. maedgurnar.is

„Eitt af því skemmtilegasta sem við gerum á sumrin er að leita uppi villtar jurtir sem hægt er að nýta til matar, eða brugga úr te og seyði. Um daginn útbjuggum við kaffi úr fíflarótum og nú er komið að því að nýta hundasúrurnar,“ skrifa mæðgurnar Solla og Hildur á bloggið sitt, Mæðgurnar. Hérna kemur uppskrift að hundasúrupestói sem þær bjuggu til og borðuðu með pítsu.

Hráefni

  • 100 g lífrænar kasjúhnetur
  • 2 vænar lúkur af hundasúrum
  • 6-8 sólþurrkaðir tómatar í ólífuolíu
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1 tsk sjávarsalt, flögur
  • 1 hvítlauksrif
  • 1-1½ dl kaldpressuð lífræn jómfrúarólífuolía

Aðferð

Ristið kasjúhneturnar og maukið síðan allt saman í matvinnsluvél 

Mæðgurnar Hildur og Solla notuðu hundasúrupestóið ofan á pítsu.
Mæðgurnar Hildur og Solla notuðu hundasúrupestóið ofan á pítsu. maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert