Svona sérðu hvort avókadóið er tilbúið

Leiðbeiningar um hvernig má sjá hvort að avókadóið sé tilbúið …
Leiðbeiningar um hvernig má sjá hvort að avókadóið sé tilbúið til átu. rabbitfoodformybunnyteeth.com

Það getur verið erfitt að finna hið fullkomna avókadó úti í búð. Stundum er það óþroskað og ekki tilbúið til átu og oft er það of þroskað og nánast ónýtt. En hérna kemur snilldarráð sem þýðir að núna munt þú velja hið fullkomna avókadó í hvert einasta skipti sem þú kaupir þennan gómsæta ávöxt.

Það eina sem þú þarft að gera er að plokka í burtu litla nabbann sem er efst á avókadóinu. Þá sérðu glitta í gulan/skærgrænan, brúnan eða grænan ávöxtinn. Liturinn segir til um þroskastig ávaxtarins.

Brúnn litur gefur til kynna að avókadóið sé of þroskað. Skærgrænn eða gulur litur þýðir að avókadóið sé ekki þroskað en grænn litur er það sem þú villt sjá, þá er avókadóið fullkomið.

Upplýsingarnar og myndirnar koma af vefnum Rabbit Food for my Bunny Teeth.

Avókadó hentar vel í þeytinga.
Avókadó hentar vel í þeytinga. www.shape.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert