Gómsætur hindberja- og chiagrautur

Þetta er sko fallegur morgunmatur.
Þetta er sko fallegur morgunmatur. www.GreenKitchenStories.com

Hérna kemur uppskrift að meinhollum og gómsætum morgungraut. Hann tekur lítinn tíma að undirbúa. Svo má leika sér með uppskriftina og bragðbæta hann með hnetum, rúsínum eða jafnvel dökkum súkkulaðispónum fyrir helgarnar.

Hráefni
fyrir einn

  • 1 bolli / 125 g fersk eða þiðnuð hindber
  • 1 klípa mulin vanilla
  • 3 matskeiðar kókosmjöl
  • 3 matskeiðar chia-fræ
  • 1 bolli / 240 ml mjólk (eða möndlu- eða kókosmjólk)

Það sem er sett ofan á

  • hnetusmjör
  • hampfræ
  • kíví
  • fersk mynta
  • eða eitthvað annað sem þér dettur í hug...

Aðferð:

Stappaðu berin með gaffli í skál. Bættu vanillu, kókos og chia-fræjum við og hrærðu vel. Helltu mjólkinni út í. Settu til hliðar og láttu standa í um 30 mínútur eða yfir nótt í ísskáp. Þá er afgangurinn af hráefninu settur ofan á grautinn áður en hann er borðaður kaldur.

Uppskriftin kemur af GreenKitchenStories.com.

Grautinn tekur aðeins nokkrar mínútur að undirbúa.
Grautinn tekur aðeins nokkrar mínútur að undirbúa. www.GreenKitchenStories.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert