Fljótlegur teriyaki-kjúklingur að hætti Svövu

Kjúklingaréttur fyrir upptekið fólk.
Kjúklingaréttur fyrir upptekið fólk. www.ljufmet.com

„Undanfarnir dagar hafa verið brjálæðislega annasamir. Það er svo furðulegt hvernig þetta getur verið, það koma tímabil sem eru róleg og svo fer allt á fullt. Nú er allt á fullu og þá skiptir öllu að skipuleggja dagana vel. Í gær voru átta manns hér í mat og ég gerði mér auðvelt fyrir og grillaði teriyaki-kjúkling sem ég bar fram með steiktum hrísgrjónum. Svo brjálæðislega gott! Þetta er fullkominn réttur til að bjóða upp á, hvort sem tíminn er knappur eða ekki. Kjúklingurinn er settur í marineringu kvöldið áður og þar sem ég notaði kjúklingalundir þurftu þær bara örskamma stund á grillinu,“ skrifar Svava á matarbloggið sitt Ljúfmeti og lekkerheit um meðfylgjandi uppskrift. Fullkominn helgarréttur.

Teriyaki kjúklingur

  • 1 poki kjúklingalundir frá Rose Poultry (700 g)
  • 1 flaska Teriyaki marinade frá Blue Dragon (150 ml)
  • safi úr 1 sítrónu
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • 1 tsk sesamolía
  • 1 tsk hunang

Blandið saman teriyaki marinade, sítrónusafa, hvítlauksrifum, sesamolíu og hunangi í skál. Skolið og þerrið kjúklingalundirnar og setjið í hreinan plastpoka (t.d. stóran nestispoka af rúllu). Hellið marineringunni yfir og blandið vel saman við kjúklinginn. Lofttæmið pokann og geymið í ísskáp í 20-24 klst.

Kjúklingurinn á grillinu, girnilegt!
Kjúklingurinn á grillinu, girnilegt! www.ljufmet.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert