Ljúffengt avókadó-salat á samlokuna

Avókadó-salat að hætti Sollu og Hildar.
Avókadó-salat að hætti Sollu og Hildar. maedgurnar.is

„Við höfum gaman af því að útbúa girnilegar samlokur. Salöt eru alger klassísk í samlokur. Margir eru vanir túnfisksalati og rækjusalati, við erum meira í því að útbúa salöt úr jurtaríkinu. Til dæmis þetta ljúffenga avókadó-salat sem er í miklu uppáhaldi,“ skrifa mæðgurnar Solla og Hildur á vefinn sinn.

Hér kemur uppskriftin af salatinu gómæta.

Hráefni

<em>Sósan</em> <ul> <li>50g furuhnetur, lagðar í bleyti</li> <li>2 avókadó, afhýdd og skorin í bita</li> <li>3 msk sítrónusafi</li> <li>4 döðlur</li> <li>1 tsk laukduft</li> <li>1 tsk chiliflögur</li> <li>1/2 tsk sjávarsaltflögur</li> </ul> <div><em>Bitarnir</em></div><div> <ul> <li>1 dl möndlur, smátt saxaðar (gott að rista m/smá tamarisósu)</li> <li>3 sellerístilkar, skornir í mjög litla bita</li> <li>1 avókadó, afhýtt og skorið í litla bita</li> <li>1 vorlaukur, smátt saxaður</li> <li>2 msk ferskur kóríander, smátt saxaður</li> </ul> </div><h4>Aðferð</h4>
  1. Maukið allt hráefnið í sósuna saman í blandara eða matvinnsluvél. 
  2. Hellið yfir bitana og blandið saman.
  3. Smakkið til með salti og svörtum pipar.
Solla og Hildur kunna svo sannarlega að búa til gómsætar …
Solla og Hildur kunna svo sannarlega að búa til gómsætar samlokur. maedgurnar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert