Geggjaðar „vegan“ vöfflur

Vöfflur og sulta, það getur ekki klikkað.
Vöfflur og sulta, það getur ekki klikkað. lifrænt.is

„Hvað er betra en nýbakaðar vöfflur og heimalöguð sulta? Mmmm...“ segir á heimasíðunni lifrænt.is. Meðfylgjandi er uppskrift af „vegan“ vöfflum og rifsberjahlaupi.

„Vegan“ vöfflur

  • 4 dl spelt - fínt og gróft til helminga
  • 2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2 tsk sítrónusafi
  • 2 tsk vanilla
  • 1 tsk kardemomma
  • 3 1/2 - 4 dl möndlumjólk eða vatn önnur jurtamjólk.
  • 4 msk kókosolía eða ólífuolía
  • nokkur sjávarsaltkorn

Aðferð: Blandið þurrefnum saman. Hrærið vökvanum saman við ásamt fljótandi kókosolíu eða ólífuolíu. Gott er að láta deigið bíða smá stund í kæli áður en bakað er úr því. Gefur u.þ.b. 6 stk.

Rifsberjahlaup

  • 750g rifs á stilkum
  • 250g kókospálmasykur eða lífrænn hrásykur

Aðferð: Setjið í stóran pott. Látið malla á vægum hita á meðan þið kremjið berin með sleif og sykurinn leysist upp. Látið svo suðu koma upp og sjóðið í ca. 5 mín. Hellið í gegnum sigti og skellið hlaupinu í heitar tandurhreinar krukkur. Látið standa og kólna aðeins áður en krukkurnar eru settar í kæli.

©Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert